Cordyceps Mushroom - Energy Boosting, Vegan Goodness

Cordyceps sveppir - orkuaukning, vegan góðgæti

Fyrir ykkur sem vitið eitt og annað um sveppi, þá vitiði að Cordyceps sveppurinn vex venjulega í náttúrunni og finnst yfirleitt á fiðrildum eða lirfum. Þessi tegund af viltri uppseru Cordyceps er vísindalega kölluð Cordyceps Sinensis.

Hjá okkur í Shroom Shop ræktum við Cordyceps sveppina okkar aðeins öðruvísi en við hefðbundnar aðferðir. Eftir að hafa gert rannsóknir okkar fundum við nýlega þróun á því hvernig hægt er að rækta Cordyceps án þess að skaða skordýr. Þessi aðferð felst í því að rækta sveppinn sem er vísindalega kölluð  Cordyceps Militaris, í sérstakri rannsóknarstofu á næringarríkum kornbeðum. Þessi leið við að uppskera sveppina og geyma þá í grænmetishylkjum tryggir að vörurnar eru 100% vegan og skaðlausar dýrum!

Cordyceps hefur verið sérstaklega vel metinn sveppur í hefðbundni kínverskri læknisfræði um ár og aldir, og hefur jákvæða eiginleika á bæði líkama og sál. Margir af eiginleikum hans eru enn eftirsóttir ennþá til dagsins í dag, sem gerir Cordyceps sveppinn afar vinsælan til margra ára.

Við árangurinn sem náttúran hefur skapað, þá veitir Cordyceps náttúrulega, koffínslausa orku.

Cordyceps styður ónæmiskerfið, eykur orku, úthald, frammistöðu í íþróttum og eykur blóðflæðið í líkamanum. Einnig getur Cordyceps aukið kynkvöt og hjálpað til með þreytu og er stútfullt af andoxunarefnum sem verndar gegn öldrun líkamans.

Þannig að ef þú ert að leitast eftir meiri orku og úthaldi þá geta Cordyceps sveppirnir okkar losað þig við þreytu og veitt þér náttúrulega, heilbrigða orku til þess að hjálpa þér við að halda einbeitingu og fá kraft í gegnum daginn!

 

*óeitrað efni og sérstaklega plöntuþykkni sem er haldið til að auka getu líkamans til að standast skaðleg áhrif streitu og stuðla að eða endurheimta eðlilega lífeðlisfræðilega starfsemi.