Turkey Tail Mushroom - Enhance Your Immunity

Turkey Tail - Styrktu ónæmiskerfið

Einn mest rannsakaði sveppurinn af öllum er hinn frægi Turkey Tail, einnig þekktur sem Trametes versicolor eða Coriolus versicolor. Hann finnst aðallega á dauðum viðarbútum um allan heim og hefur hann einstakt útlit rendur hans eru áberandi brúnar, gráar og hvítar.

Í Asískum menningarheimi merkir Turkey tail langlífi, heilsu og óendanleika. Hann hefur verið notaður í ár og aldir en elstu heimildir er að finna síðan 200 fyrir krist. Upprunalega var hann notaður í te til auka orku, styrkja lungun, magan, og miltað.

Turkey Tail inniheldur mikið af fjölsykrum PSK og PSP - báðar tegundir beta-glúkana. Þessi efnasambönd sem eru talin vera ábyrg fyrir ótrúlegum ónæmisstyrkjandi eiginleikum Turkey Tail - að bæta getu náttúrulegra varnarfrumna ónæmiskerfisins vinnur að því að vernda líkamann gegn veikindum. Það er sérstaklega áhrifaríkt gegn þeim tegundum vírusa sem valda kvefi og flensu.

Turkey Tail inniheldur einnig breitt úrval af náttúrulegum efnasamböndum sem hjálpa til við að bæta þol og styðja við heilbrigði þarmana. Það er stútfullt af andoxunarefnum, þar á meðal öflugum flavonoidum og meira en 35 fenólum. Þeir stuðla að heilbrigði ónæmiskerfisins með því að hjálpa til við að stjórna bólgum og með því að örva losun ónæmisstyðjandi efnasambanda. Turkey Tail sveppir innihalda einnig forlífsgerla sem hlúa að góðu bakteríunum í þörmum. Hæfni sveppsins til að bæta meltinguna leiðir til betri upptöku næringarefna og gefur þar af leiðandi aukna orku, lífskraft og heilsu.

Þannig að ef þú ert að leita að náttúrulegri uppörvun fyrir ónæmiskerfið og alls staðar vernd gegn áhrifum daglegs lífs, þá skaltu ekki leita lengra en Turkey Tail hylkin okkar.